Flugeldasala

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 29. desember 2017 08:52

Opið á Gamlársdag til kl. 16.00, þökkum stuðninginn.

Jólatré seld į Garšatorgi

Elvar Jónsson skrifaði þann 10. desember 2017 16:57

Ašalfundur

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 04. október 2017 19:05

Í gærkvöldi var haldinn aðalfundur Hjálparsveitar Skáta Garðabæ.

Rakel Ósk Snorradóttir, sem var formaður sveitarinnar á seinasta starfsári, lét af störfum, en Íris Dögg Sigurðardóttir, fyrrum varaformaður tók við keflinu.

Aðrir í stjórn eru Signý Heiða Guðnadóttir, varaformaður, Elvar Jónsson, gjaldkeri, Birgir Ólafsson, meðstjórnandi og Hafsteinn Gunnar Jónsson, ritari. Á myndinni þakkar Íris (til vinstri), Rakel fyrir vel unnin störf. 

HSG - Ašalfundarboš

Signż Heiša Gušnadóttir skrifaði þann 14. september 2017 07:52

Aðalfundur HSG verður haldinn í Jötunheimum við Bæjarbraut þriðjudaginn 3. október n.k. og hefst stundvíslega klukkan 19:00. Dagskrá: hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum HSG. Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál vera á dagskrá:   Undirritun eiðstafs H.S.G.  Skýrsla stjórnar. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár. Skýrslur fastanefnda. Lagabreytingar. Kosning stjórnar og fastanefnda. Ákvörðun félagsgjalds. Önnur mál.   Tekið úr lögum HSG: \\\"10. gr. Æðsta vald í málefnum sveitarinnar er í höndum aðalfundar.Aðalfundur skal haldinn í október ár hvert. Stjórn sveitarinnar er heimilt með samþykki sveitarfundar að fresta aðalfundi fram til 15. nóvember ef sérstaklega stendur á. Atkvæðisrétt hafa allir félagar sem eru skuldlausir við sveitina. Skýrsla stjórnar, fastanefnda og flokka ásamt reikningum félagsins skulu liggja frammi á fundinum.\\\" F.h. stjórnar Signý Heiða Guðnadóttir Ritari HSG

Leit af manni sem féll ķ Gullfoss

Edda Björk Gunnarsdóttir skrifaði þann 19. júlí 2017 17:48

Klukkan rúmlega fimm í dag var óskað eftir undanförum og straumvatsbjörgunarfólki til leitar við Gullfoss. Leitað er að ferðamanni sem féll í fossinn. Tveir undanfarar frá Hjálparsveit skáta í Garðabæ flugu austur með þyrlu LHG og fóru átta manns akandi landleiðina.
Tólf félagar úr HSG taka þátt í útkallinu.

Śtkall - Leit viš Helgafell

Sigrśn Helga Gunnlaugsdóttir skrifaði þann 29. maí 2017 19:13

Sveitin var kölluð út í kvöld til leitar að hlaupara við Helgafell í Hafnarfirði. Eru sex hópar úti við leit 

Innranet HSG