Leit aš erlendum manni ķ Sveinsgili

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 13. júlí 2016 04:38

Félagar HSG taka nú þátt í leit að erlendum ferðamanni sem féll í á í Sveinsgili norðan Torfajökuls, fóru hóparnir af stað í gærkveldi. Aðstæður á staðnum eru bæði krefjandi og erfiðar enda verið að moka í gegnum ísbreiðu sem hylur ána. Frekari upplýsingar má finna í frétt Mbl.is http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/07/13/ferskt_folk_kallad_ut_til_leitar/

Śtkall - leit aš erlendum göngumanni

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 19. júní 2016 14:43

Seinnipartinn í dag var sveitin boðuð til leitar að erlendum göngumanni sem hafði orðið viðskilja við ferðafélaga sína. 19 félagar úr sveitinni taka þátt í aðgerðinni í einum sérhæfðum leitarhóp, tveimur almennum leitarhópum, tvö hundateymi, útkallsnefnd og 1 félagi í svæðisstjórn. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/06/19/leitad_ad_erlendum_gongumanni/  

WoW hvaš žeim gengur vel

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 16. júní 2016 09:26

Liðin okkar eru á blússandi siglingu um landið og skín ekkert nema gleðin af þeim, já ok, nokkrar svitaperlur líka ;)
Nauðsynlegt er að kæla sig niður af og til og er ekki nema rétt um 30 mínútur síðan Jökulsá á Fjöllum var að baki en hægt er að fylgjast betur með liðinu hér: https://www.facebook.com/Hj%C3%B3lagarpar-HSG-og-hjalparsv…/ Áfram Hjólagarpar HSG og Hjalparsveit.is :)

HSG hjólar ķ WOW Cyclothon 2016

Edda Björk Gunnarsdóttir skrifaði þann 14. júní 2016 11:42

Á morgun hefst WOW Cyclothon 2016. WOW Cyclothon er stærsta götuhjólreiðakeppni á íslandi og hefur hún verið haldin árlega frá 2012. Hjólað er hringinn í kringum Ísland með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358.  Wow Cyclothn er einstakur viðburður og tækifæri til að upplifa eitthvað alveg nýtt. WOW Cyclothon sameinar stórbrotna náttúru Íslands, keppni, samkennd, þrautseigju og liðsvinnu á ótrúlegan hátt. Hjálparsveit skáta Garðabæ sendir tvö lið til leiks þetta árið eða samtals 20 manns. 
Liðin ganga undir nöfnunum Hjólagarpar HSG og hjalparsveit.is Hægt er að fylgjast með liðunum á FB síðu liðanna undir heitinu Hjólagarpar HSG og hjalparsveit.is. Endilega heitið á okkur og fylgist með okkur alla leið :) 

Orkulykill til styrktar Hjįlparsveitar skįta ķ Garšabę

Signż Heiša Gušnadóttir skrifaði þann 22. mars 2016 16:37

Styrktu Hjálparsveit skáta í Garðabæ með hverjum lítra með því að næla þér í orkulykil. Sjá nánari upplýsingar á mynd. www.skeljungur.is/hsg

Sveitaręfing 5. mars

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 05. mars 2016 16:33

Í dag var stór sveitaræfing hjá HSG. 35 félagar tóku þátt í æfingunni og þrír hundar. Fjölbreytt verkefni voru lögð fyrir hópana. Lokaverkefnið var svo að leit við Helgafell en þyrla gæslunnar flaug með hópana á leitarsvæðin.

Innranet HSG