Leit af manni sem féll í Gullfoss

Edda Björk Gunnarsdóttir skrifaði þann 19. júlí 2017 17:48

Klukkan rúmlega fimm í dag var óskað eftir undanförum og straumvatsbjörgunarfólki til leitar við Gullfoss. Leitað er að ferðamanni sem féll í fossinn. Tveir undanfarar frá Hjálparsveit skáta í Garðabæ flugu austur með þyrlu LHG og fóru átta manns akandi landleiðina.
Tólf félagar úr HSG taka þátt í útkallinu.

Útkall - Leit viđ Helgafell

Sigrún Helga Gunnlaugsdóttir skrifaði þann 29. maí 2017 19:13

Sveitin var kölluð út í kvöld til leitar að hlaupara við Helgafell í Hafnarfirði. Eru sex hópar úti við leit 

Nýliđaţjálfun

Íris Dögg Sigurđardóttir skrifaði þann 12. febrúar 2017 16:55

Um helgina var nóg um að vera hjá nýliðahópum sveitarinnar.
Nýliðar 1 voru í Skálafelli að læra snjóflóðafræði. Nokkrir eldri félagar nýttu sér tækifærið og tóku námskeiðið sem endurmenntun.
Nýliðar 2 fóru í vel heppnaða gögnguskíðaferð í Tindfjöll. Ferðin var hluti af þjálfun þeirra. Þau stefna á að gerast fullgildir félagar sveitarinnar í vor. Myndir frá snjóflóðanámskeiði: Sif Gylfadóttir
Myndir frá Tindfjöllum: Sturla Hrafn Einarsson

Íris Dögg Sigurđardóttir skrifaði þann 24. janúar 2017 17:55

Vegna fjölda fyrirspurna birtum við bankaupplýsingarnar okkar. 0546-26-900
kt: 431274-0199 Það er ómetanlegt að finna stuðning ykkar í verki og orði. Við gætum þetta ekki án ykkar. Bestu þakkir fyrir.

Leit af Birnu Brjánsdóttur

Íris Dögg Sigurđardóttir skrifaði þann 22. janúar 2017 04:44

Síðustu daga hafa félagar sveitarinnar tekið þátt í leitinni af Birnu Brjánsdóttur sem ekkert hefur spurst til síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Frá okkur hafa farið sérhæfðir leitarhópar, almennir leitarhópar, leitarhópur með kafbát og nokkur hundateymi. En auk þess höfum við verið með útkallsnefnd að störfum í húsinu okkar Jötunheimum og 1-2 í aðgerðastjórn. 

Ţrettándasala og jólatrjáasöfnun

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 05. janúar 2017 08:57

Kæru Garðbæingar.
Jólatrjáasöfnunin okkar fer fram sunnudaginn 8. janúar. Þá er tilvalið að nýta laugardaginn í að taka tréin niður og koma þeim þannig fyrir við götur bæjarins að þau valdi ekki tjóni eða vegfarendum ama. 
Einnig minnum við á Þrettándasöluna okkar sem er í dag og á morgun (6. desember) kl 12. - 22. Tilvalið að tryggja sér nokkra flugelda fyrir Þrettándann. http://www.gardabaer.is/…/20…/01/03/Jolatren-hirt-8.-januar/

Innranet HSG