Nż stjórn

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 04. október 2016 18:56

Í kvöld var aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Garðabæ haldinn. Kosið var í stjórn og fastanefndir samkvæmt venju. Kosinn var nýr formaður og tekur Rakel Ósk Snorradóttir við því embætti af Elvari Jónssyni. Elvar hefur verið formaður sveitarinnar í sjö ár og þökkum við honum kærlega fyrir sitt ötula starf í þágu sveitarinnar. Hann er þó hvergi nærri hættur í stjórn sveitarinnar en hann tekur við stöðu gjaldkera.
Stjórn Hjálparsveit skáta í Garðabæ skipa nú:
Formaður: Rakel Ósk Snorradóttir
Varaformaður: Íris Dögg Sigurðardóttir
Meðstjórnandi: Hafsteinn Jónsson
Gjaldkeri: Elvar Jónsson
Ritari: Signý Heiða Guðnadóttir

HSG - Ašalfundarboš

Signż Heiša Gušnadóttir skrifaði þann 15. september 2016 10:53

Aðalfundur HSG verður haldinn í Jötunheimum við Bæjarbraut þriðjudaginn 4. október n.k. og hefst stundvíslega klukkan 19:00. Dagskrá: hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum HSG.
Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál vera á dagskrá: 1. Undirritun eiðstafs H.S.G. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár. 4. Skýrslur fastanefnda. 5. Lagabreytingar. 6. Kosning stjórnar og fastanefnda. 7. Ákvörðun félagsgjalds. 8. Önnur mál.
Tekið úr lögum HSG: "10. gr. Æðsta vald í málefnum sveitarinnar er í höndum aðalfundar.Aðalfundur skal haldinn í október ár hvert. Stjórn sveitarinnar er heimilt með samþykki sveitarfundar að fresta aðalfundi fram til 15. nóvember ef sérstaklega stendur á. Atkvæðisrétt hafa allir félagar sem eru skuldlausir við sveitina.
Skýrsla stjórnar, fastanefnda og flokka ásamt reikningum félagsins skulu liggja frammi á fundinum."
F.h. stjórnar Signý Heiða Guðnadóttir Ritari HSG

Samskip styrkir HSG

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 21. ágúst 2016 04:50

Fyrr á árinu eignaðist Hjálparsveit skáta í Garðabæ vörubíl að gerðinni Scania. Í sumar gekk sveitin frá fleti á bílinn til að flytja snjóbílinn okkar. Samskip styrkti okkur um flutning á fletinu og þökkum við kærlega fyrir okkur en með tilkomu vörubílsins og fletisins erum við orðin sjálfbjarga með flutning á snjóbílnum okkar.
Enn og aftur þökkum við Samskip fyrir.

Nżlišakynning Hjįlparsveit skįta ķ Garšabę

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 08. ágúst 2016 17:08

Nú fer að líða að nýju starfsári hjá Hjálparsveit skáta í Garðabæ. Nýliðafundurinn okkar verður haldinn í húsinu okkar, Jötunheimum við Bæjarbraut, þriðjudaginn 6. september kl 20:00. 
Viðburðurinn verður auglýstur nánar þegar nær dregur.

Leit aš erlendum manni ķ Sveinsgili

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 13. júlí 2016 04:38

Félagar HSG taka nú þátt í leit að erlendum ferðamanni sem féll í á í Sveinsgili norðan Torfajökuls, fóru hóparnir af stað í gærkveldi. Aðstæður á staðnum eru bæði krefjandi og erfiðar enda verið að moka í gegnum ísbreiðu sem hylur ána. Frekari upplýsingar má finna í frétt Mbl.is http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/07/13/ferskt_folk_kallad_ut_til_leitar/

Śtkall - leit aš erlendum göngumanni

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 19. júní 2016 14:43

Seinnipartinn í dag var sveitin boðuð til leitar að erlendum göngumanni sem hafði orðið viðskilja við ferðafélaga sína. 19 félagar úr sveitinni taka þátt í aðgerðinni í einum sérhæfðum leitarhóp, tveimur almennum leitarhópum, tvö hundateymi, útkallsnefnd og 1 félagi í svæðisstjórn. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/06/19/leitad_ad_erlendum_gongumanni/  

Innranet HSG