Fjölskyldudagur

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 07. maí 2018 06:45

Undanfarin ár hefur sveitin haft það að markmiði að vera fjölskylduvæn og með því halda fólki lengur í starfi. Einn liður í því er að við bjóður fjölskyldum okkar á fjölskyldudag þar sem aðstandendur félaga fá að kynnast starfinu. Síðustu ár hefur verið farið í Bláfjöll að vori og dagurinn nýttur í að renna sér á skíðum, brettum og sleðum, fara í snjóbílinn og jeppana og fá að sitja á vélsleðunum. Í ár var 1. maí nýttur í þessa ferð og eins og áður var þetta vel heppnaður dagur.  

90 įra afmęli

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 30. janúar 2018 16:46

Í gær voru 90 ár síðan að Slysavarnafélag Íslands var stofnað og var því fagnað meðal sveita um allt land. Slysavarnafélagið sameinaðist Landsbjörgu árið 1999 og urðu að landssamtökum björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagar HSG komu saman í gær og hlýddu á hátíðarstjórnarfund félagsins þar sem m.a. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók til máls. SL kakan rann ljúft niður og á slaginu kl. 21 var hvítum neyðarblysum skotið á loft hjá hverri sveit á landinu. Til hamingju með daginn öll, við erum þakklát almenningi, vinnuveitendum og vinnufélögum fyrir stuðning og skilning á okkar störfum.

Flugeldasala

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 29. desember 2017 08:52

Opið á Gamlársdag til kl. 16.00, þökkum stuðninginn.

Jólatré seld į Garšatorgi

Elvar Jónsson skrifaði þann 10. desember 2017 16:57

Ašalfundur

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 04. október 2017 19:05

Í gærkvöldi var haldinn aðalfundur Hjálparsveitar Skáta Garðabæ.

Rakel Ósk Snorradóttir, sem var formaður sveitarinnar á seinasta starfsári, lét af störfum, en Íris Dögg Sigurðardóttir, fyrrum varaformaður tók við keflinu.

Aðrir í stjórn eru Signý Heiða Guðnadóttir, varaformaður, Elvar Jónsson, gjaldkeri, Birgir Ólafsson, meðstjórnandi og Hafsteinn Gunnar Jónsson, ritari. Á myndinni þakkar Íris (til vinstri), Rakel fyrir vel unnin störf. 

HSG - Ašalfundarboš

Signż Heiša Gušnadóttir skrifaði þann 14. september 2017 07:52

Aðalfundur HSG verður haldinn í Jötunheimum við Bæjarbraut þriðjudaginn 3. október n.k. og hefst stundvíslega klukkan 19:00. Dagskrá: hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum HSG. Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál vera á dagskrá:   Undirritun eiðstafs H.S.G.  Skýrsla stjórnar. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár. Skýrslur fastanefnda. Lagabreytingar. Kosning stjórnar og fastanefnda. Ákvörðun félagsgjalds. Önnur mál.   Tekið úr lögum HSG: \\\"10. gr. Æðsta vald í málefnum sveitarinnar er í höndum aðalfundar.Aðalfundur skal haldinn í október ár hvert. Stjórn sveitarinnar er heimilt með samþykki sveitarfundar að fresta aðalfundi fram til 15. nóvember ef sérstaklega stendur á. Atkvæðisrétt hafa allir félagar sem eru skuldlausir við sveitina. Skýrsla stjórnar, fastanefnda og flokka ásamt reikningum félagsins skulu liggja frammi á fundinum.\\\" F.h. stjórnar Signý Heiða Guðnadóttir Ritari HSG

Innranet HSG